18. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:10
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:10
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:54
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:10
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 10:10
René Biasone (RenB), kl. 09:10

Ingibjörg Isaksen var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðuðu forföll.
René Biasone vék af fundi kl 10:10 og í hans stað mætti Orri Páll Jóhannsson.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) Innleiðing hringrásarhagkerfisins Kl. 09:10
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson og Trausta Ágúst Hermannsson frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 36. mál - millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll Kl. 10:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Vilhjálmur Árnason verði framsögumaður þess.

4) Starfið framundan Kl. 10:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

5) Hreinsun Heiðarfjalls Kl. 10:10
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 10:26
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:26